Á upphafssíðu má finna valdar göngu- og hjólaleiðir og útivistarsvæði sem einnig er hægt að skoða á yfirlitskorti með því að velja táknin. 

Image removed.  Göngu- og hjólaleiðir á korti 

Image removed.  Útivistarsvæði á korti

Hægt er að skoða yfirlit yfir skráðar göngu- og hjólaleiðir og eins útivistarsvæði með því að velja viðeigandi flokk í valmyndinni. Á yfirlitssíðum leiða og svæði er hægt að sía eftir ýmsum breytum, s.s.sveitarfélagi, tímalengd, erfiðleikastigi leiðar, aðstöðu/þjónustu, aðgengi  ofl. 

Image removed.   Sía

Upplýsingar fylgja öllum göngu- og hjólaleiðum sem og útivistarsvæðum ásamt korti sem sýnir viðkomandi leið eða svæði. Notandi getur jafnframt séð eigin staðsetningu á korti og fylgt leið í rauntíma.

Á vefnum er að auki öflug leitarvél en hægt er að leita eftir sveitarfélagi, staðarheiti, þjónustu eða öðru sem tengist leiðum og svæðum.