Vefurinn Út um allt - útivist á höfuðborgarsvæðinu er upplýsingavefur um útivistarsvæði, göngu- og hjólaleiðir á svæðinu. Vefnum er ætlað að gefa yfirsýn yfir þá fjölbreyttu möguleika sem svæðið býður upp á í tengslum við útivist og spannar öll sveitarfélögin á svæðinu.
Á vefnum er að finna fróðleik um útivistarsvæði ásamt göngu- og hjólaleiðir og að auki er hægt að skoða upplýsingar á korti. Vefurinn virkar vel í síma og sýnir staðsetningu notanda á korti í rauntíma.
Vefurinn verður í stöðugri þróun og fleiri leiðir og svæði bætast við þegar fram sækir.
Vefurinn er hluti af sóknaráætlun höfuborgarsvæðisins en Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins sjá um rekstur hans.
Vefurinn byggir á miðlægu skráningarkerfi og gagnagrunni Ferðamálastofu sem heldur utan um gönguleiðir og útivistarsvæði um allt land. Nánari upplýsingar skráningarkerfið má finna á vef Ferðamálastofu.
Vefurinn var unninn í samstarfi við fyrirtækið Sjá - óháð ráðgjöf sem sá um undirbúning og þarfagreiningu en fyrirtækið Um að gera sá um hönnun og smíði.