Ásfjall og Ástjörn
Í þessari göngu er gengið meðfram hluta Ástjarnar og upp á Ásfjall. Þrátt fyrir að fjallið sé ekki ýkja hátt að þá er það eitt besta útsýnisfjallið á höfuðborgarsvæðinu, yfir byggðir og ekki síður fjallahringinn umhverfis það. Við leggjum bílnum við Ásvallalaug eða íþróttasvæði Hauka. Þaðan göngum við meðfram veginum með Ástjörn á vinstri hönd. Við förum svo út af malbikuðum stíg og eftir troðnum slóða sem er á sumrin umlukinn lúpínu. Stígurinn er þrátt fyrir það augljós og greiðfær. Á toppi fjallsins er hringsjá sem gaman er að skoða enda stórkostlegt útsýni þaðan. Þar er einnig stór hlaðin ferhyrnd varða, Ásfjallsvarða. Hún var upphaflega hlaðin af sjómönnum sem kennileiti en síðar endurhlaðin sem virki af breskum hermönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Gengið er áfram meðfram stíg eftir fjallinu og svo niður meðfram byggðinni þar til við komum aftur að bílastæðinu. Ástjörn og Ásfjall er friðland en þar verpir meðal annars flórgoði en öll umferð innan friðlandsins er bönnuð frá 1. maí til 15. júlí. Malbikaður stígurinn sem gengið er eftir á þessari leið er hins vegar opinn allt árið um kring. Ástjörn er einstætt náttúrufyrirbæri og einkennist af auðugu gróður- og dýralífi.
64.05287, -21.96779
Nánari Upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleikastig
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
64.05287, -21.96779