Garðabæjarhringur
Þessi leið hefst við Vídalínskirkju en tilvalið er að byrja eða enda gönguna á því að skoða Minjagarðinn að Hofsstöðum. Þar fundust minjar af næststærsta landnámsskála á Íslandi. Gengið er eftir íbúðargötum og Holtstúni þar sem St. Jósefssystur bjuggu, allt til ársins 1998. Á leiðinni upp að Vífilstaðarvatni má sjá Vífilsstaði en frá árinu 1910 var þar berklahæli starfrækt þar til faraldurinn var að mestu genginn niður. Næst er gengið í áttina að Vífilstaðarhlíð og þaðan í áttina Urriðaholti. Ganga þarf stuttan spöl í jaðrinum á Flóttamannaveginum áður en komist er inn á stíginn við Urriðarholt en hús Náttúrfræðistofnunnar blasir þar við á leiðinni. Gegnið er yfir brúna sem fer yfir Hafnarfjarðarveg og að stíg sem fer í gegnum úfið Hafnarfjarðarhraunið. Leiðin liggur svo í gegnun Flatirnar og aftur að Vídalínskirkju þar sem gangan hófst.
64.08877, -21.91596
Nánari Upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleikastig
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
64.08877, -21.91596