Mynd
Sveitarfélag
Engin atkvæði ennþá

Helgafell Hafnarfirði

Helgafellið við Kaldárbotna í Hafnarfirði (338 m) er afar vinsæl gönguleið og er hægt að fara fleira en eina leið upp á fjallið. Sú leið sem algengust er hefst við nýtt og vel merkt bílastæði og þaðan sést stígurinn að fjallinu greinilega. Gengið er framhjá vatnsbólum Hafnfirðinga í Kaldárbotnum og svo áfram þar sem greinilegar vörður leiða þig að uppgöngunni á fjallið. Leiðin upp er nokkuð brött þó hún sé nokkuð auðveld og gengið er um þröngt gil í klettunum í fjallinu. Helgafellið er móbergsfjall sem myndaðist við eldgos undir jökli seint á síðustu ísöld. Undirlagið því fast undir fæti og þægilegt til göngu. Það gerir það að verkum að ekki eru skýrir stígar á leiðinni upp fjallið. Leiðin er samt nokkuð greinileg og eru vörður á nokkrum stöðum til þess að vísa veginn. Þegar komið er á topp Helgafells má sjá stórkostlegt útsýni í allar áttir og árið 2019 var komið fyrir stöpul með upplýsingaskífu, sem var gjöf Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, með nöfnum fjalla sem eru í kring. Á stöpplinum má einnig finna erindi úr ljóði Tómasar Guðmundssonar Fjallganga. Áður en gengið er niður er mikilvægt að skrifa nafnið í gestabókina sem er þar að finna. Gengið er tilbaka sömu leið niður og er mikilvægt að fara farlega sérstaklega þegar farið niður gilið í skarðinu.

Opna Kort
Upphafsstaður leiðar

Bílastæði við Helgafell

Nánari Upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

5.737,4m

Erfiðleikastig

Samanlögð hæðarhækkun

396,7m

Mesta hæð

409,2m

Tímabil

MEIRAMINNA

Aðgengi að leið

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Breidd á stíg

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .02,
-21. 87

Hæð upphafspunkts

154,7m

Samanlögð hæðarlækkun

402,1m

Hnit hæsta punkts

64 .01,
-21. 85

Lægsta hæð

141,6m

Hnit lægstu hæðar

64 .02,
-21. 87
Loka
helgafell_hafnarfirði.gpx

Bílastæði við Helgafell