Himnastiginn, Víghóll og Heljarslóð
Frá Digraneskirkju er gengið að Himnastiganum sem er tröppustígur sem liggur upp úr Kópavogsdal og upp á Digranesheiði. Tröppurnar eru 207 talsins, hæðarmismunur tæpir 52 metrar og lengd um 360 metrar. Hann er sérstaklega vinsæll meðal göngu og hlaupafólks þar sem hann hentar vel til þolæfinga. Þegar komið er upp tröppurnar er haldið áfram að bæta í hækkunina þar sem leiðinni haldið að Víghól. Mjög víðsýnt er frá Víghóli en þeir voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1983. Þar er að finna jökulsorfnar grágrýtisklappir, svo kölluð hvalbök. Jökulrákirnar segja til um stefnu jökulsins sem lá yfir Kópavogi í lok ísaldar. Útsýnisskífa er þar ásamt skilti sem segir frá jarðsögu svæðisins. Þá er farið yfir að íþróttahúsinu Digranesi og niður kræklóttan göngustíg sem sumir hafa viljað kalla Heljarslóð. Á veturna getur verið snjór og hálka á svæðinu og því er skynsamlegt að skoða notkun brodda sem henta aðstæðunum.
64.10802, -21.88478 Digraneskirkja
Nánari Upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleikastig
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Þjónusta á leiðinni
Áhugaverðir áningarstaðir
https://ferlir.is/vigholl-skilti/
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
64.10802, -21.88478 Digraneskirkja