Selfjall og Sandfell
Selfjall og Sandfell eru skemmtileg fjöll skammt frá Suðurlandsvegi, rétt utan við höfuðborgarsvæðið. Þau eru ekki há og fremur aflíðandi og því auðveld göngu fyrir fólk á öllum aldri. Gengið er eftir hrygg ofan við Waldorfskólann í Lækjarbotnum á Selfjallið og þaðan niður að hraunjaðri Húsfellsbruna og upp á Sandfellið. Til þess að bæta í hækkunina þá er aftur farið á Selfjallið á bakaleiðinni. Leiðin er sérlega falleg á vorin og síðsumars þegar sólarlagsins yfir Faxaflóa nýtur við. Athugið að fín bílastæði eru á hæðinni áður en keyrt er niður að skólanum og er göngufólk vinsamlega beðið um að fara ekki inn á lóð skólans. Hægt er að fara allt árið á Selfjall og Sandfell en á veturna þarf að taka með keðjubrodda (Esjubrodda) og óþarfi að fara bröttustu leiðina upp á Sandfell, velja frekar aflíðandi leiðir og ganga í krákustígum. Á vorin á meðan frost er í jörðu getur verið drulla þarna eins og annars staðar.
64.07211, -21.65518 Bílastæðið ofan við Waldorfskólann
Nánari Upplýsingar
Tímalengd
Vegalengd
Erfiðleikastig
Samanlögð hæðarhækkun
Mesta hæð
Tímabil
Aðgengi að leið
Sýnileiki leiðar
Lýsing
Yfirborð
Breidd á stíg
Hættur
Hindranir
Þjónusta á leiðinni
Upphafspunktur (lengd/breidd)
Hæð upphafspunkts
Samanlögð hæðarlækkun
Hnit hæsta punkts
Lægsta hæð
Hnit lægstu hæðar
64.07211, -21.65518 Bílastæðið ofan við Waldorfskólann