Mynd
Sveitarfélag
Engin atkvæði ennþá

Vífilsfell

Vífilsfell er eitt af fallegum fellum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Vífilsfellið er áhugavert út frá jarðfræðilegu sjónarhorni þar sem það myndaðist í tveimur gosum undir ísaldarjökli. Gangan á að vera flestum hæf sem eru í sæmilegu formi. Engu að síður þarf að fara varlega á nokkrum stöðum í bröttum skriðum og móbergi. Lagt er af stað frá bílastæðinu síðan er gengið eftir vegi þangað til komið er að skilti þar sem uppgangan hefst. Fyrst er farið upp vel skýran stíg upp bratta skriðu. Þegar komið er upp úr klettabelti að þá er gengið eftir sléttum stalli og þar má sjá topp fjallsins sem er úr móbergi og eru stikur sem vísa manni veg þar upp. Í efstu klettabeltunum eru kaðlar á tveimur stöðum sem auðvelda uppgönguna og á tindinum er útsýnisskífa sem Ferðafélag Íslands setti upp. Útsýnið yfir höfuðborgina er frábært og sést til Gróttu í 25 km fjarlægð, þar sem Vífill stundaði útræði. Einnig blasa við Esja, Móskarðshnjúkar, Skjaldbreiður og Hengill. Hægt er að fara allt árið á Vífilsfell en gætið þess að fara ekki í miklum vindi enda geta sviptivindar orðið erfiðir þarna uppi. Brattinn er þannig í skriðunum að taka þarf með gönguöxi og jöklabrodda á veturna og kunna ísaxarbremsuna til að forða mögulegu slysi. Aðstæður geta verið þannig að keðjubroddar (Esjubroddar) eru ekki fullnægjandi öryggisbúnaður. Þess má geta að Vífilsfell var valið bæjarfjall Kópavogs í kosningum árið 2013.

Opna Kort
Upphafsstaður leiðar

64.05511, -21.53137

Nánari Upplýsingar

Tímalengd

Vegalengd

6.700,0m

Erfiðleikastig

Samanlögð hæðarhækkun

453,7m

Mesta hæð

720,8m

Tímabil

MEIRAMINNA

Aðgengi að leið

Sýnileiki leiðar

Lýsing

Breidd á stíg

Hindranir

Þjónusta á leiðinni

GPX skrá

Áhugaverðir áningarstaðir

Þjóðsagan um nafnið Vífilsfell Vífill var einn af þrælum Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns og þess sem hefur verið nefndur fyrsti íbúi Íslands. Ingólfur nam Reykjavík og raunar stóran hluta suðvesturhorns landsins. Hann gaf svo Vífli frelsi og bústað sem nefndur var Vífilsstaðir og tilheyrir nú Garðabæ. Lagsmaður hans Sviði bjó svo á bænum Sviðsholti á Álftanesi og þeir Vífill sóttu sjóinn saman. Sagt var að Vífill hefði gengið upp á Vífilsfellið daglega til að gá til veðurs áður en þeir félagar fóru á sjóinn. Ef hann sá einhver ský á himni af fellinu þá reru þeir ekki þann daginn. Ef honum hins vegar leist þannig á veðurútlitið fóru þeir Sviði í róður. Þaðan mun heiti Vífilsfellsins komið. Jarðfræði Vífilsfells Móbergsfell eins og Vífilsfell eru algeng á Íslandi en þau verða til þegar eldgos verður undir vatni, jökli eða sjó svo bólstraberg og aska eða gjóska hleðst upp. Brennandi heit gjóskan myndar leðju sem kallast túff og límist saman og verður að móbergi þegar hún kólnar og harðnar. Móberg er mjög sjaldgæft annars staðar í heiminum en á Íslandi og eitt af því sem gerir jarðfræði Íslands einstaka. Vífilsfell myndaðist í tveimur gosum undir ísaldarjökli. Fyrra gosið komst upp úr ísnum svo að hraun fór að flæða og þess vegna er þessi hluti Vífilsfells svokallaður stapi með bröttum hlíðum og tiltölulega flötum toppi. Nokkrir þekktir móbergsstapar eru hér á landi en nefna má sem dæmi Herðubreið, Hrútfell og Eiríksjökul sem er sá stærsti þeirra. Þessi efsti hluti Stallsins er því toppurinn á Vífilsfelli eftir fyrra gosið og úr basalti sem er mun harðara en móbergið. Seinna gosið í Vífilsfelli hefur orðið þegar ísaldarjökullinn hefur verið töluvert þykkari en í fyrra gosinu. Í það skiptið hefur gosið vestan megin í Vífilsfelli og hlaðist upp móbergshraukur mun hærra upp en Stallurinn, en samt komust gosefnin ekki upp fyrir ísinn og þess vegna er móberg á toppi Vífilsfells.

Upphafspunktur (lengd/breidd)

64 .05,
-21. 53

Hæð upphafspunkts

270,0m

Samanlögð hæðarlækkun

427,8m

Hnit hæsta punkts

64 .03,
-21. 55

Lægsta hæð

268,1m

Hnit lægstu hæðar

64 .05,
-21. 53
Loka
vífilsfell.gpx

64.05511, -21.53137