Hljómskálagarðurinn
Fá opin svæði í Reykjavík eiga sér fastari sess í hjörtum borgarbúa en Tjörnin og hennar nánasta umhverfi, Hljómskálagarðurinn. Við norðurenda Tjarnarinnar hófst þéttbýlismyndun í Reykjavík á 18. öld og síðan þá hefur Tjörnin verið miðpunktur byggðar í Reykjavík og mikilvægt svæði fyrir útivist og leiki. Fyrir höfuðborg sem er að mestu umkringd sjó er einstakt að hafa svo stóra ferskvatnstjörn í miðju borgarinnar. Hið auðuga lífríki Tjarnarinnar, einkum hið fjölskrúðuga fuglalíf hefur mikið aðdráttarafl fyrir borgarbúa. Hljómskálagarðurinn við Suðurtjörn er með stærri almenningsgörðum í Reykjavík. Hann á nafn sitt að rekja til Hljómskálans sem reis 1923 og hefur löngum verið æfingastaður reykvískra lúðrasveita. Í Hljómskálagarðinum og umhverfis Tjörnina má finna fjölmörg fjölmörg listaverk sem prýða svæðið. Þar er einnig að finna leikvöll og grillaðstöðu og tilvalið er að skella sér í lautarferð og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum.
Nánari Upplýsingar
Tímabil
Tegund svæðis
Menning / saga
https://lukrskjol.reykjavik.is/borgarvefsja/lukr/almenningsgardar/6hljomskalagardur.pdf
Samgöngur
Strætóleiðir: 1-3-6-11-12-13-14. Stöðvar: Fríkirkjuvegur - Ráðhúsið - MR - Háskóli Íslands