Laugardalur
Laugardalurinn er án efa vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga enda er svæðið einstaklega heppilegt fyrir útiveru, skjólgott og gróðursælt með vel skipulagða göngu- og hjólastíga. Laugardalurinn er jafnframt ein meginmiðstöð íþróttaiðkunar í Reykjavík og er þar að finna íþróttamannvirki svo sem Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og Skautahöll Reykjavíkur. Þá er Laugardalurinn miðstöð garðyrkju og er Grasagarður Reykjavíkur staðsettur í hjarta dalsins. Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn í Laugardal er vinsæll meðal barna og fjölskyldufólks og er þar að finna öll íslensku húsdýrin og helstu villtu landspendýrin svo sem refir og hreindýr auk selanna sívinsælu. Í Laugardalnum er jarðhiti, einkum við Þvottalaugarnar þar sem Reykvíkingar þvoðu þvott sinn úr heitum jarðlaugum. Þá er aðaltjaldstæði Reykjavíkur í Laugardal og dalurinn því vinsæll viðkomustaður ferðalanga
Nánari Upplýsingar
Tímabil
Tegund svæðis
Aðstaða / þjónusta
Menning / saga
https://reykjavik.is/laugardalurinn
Sund
Laugardalslaug
Aðrar upplýsingar
https://reykjavik.is/laugardalurinn
Samgöngur
Strætó: 2-14-17-19 – Stöðvar: Nordica /Laugardalshöll/ Orkuhúsið (2-17-19), Laugardalslaug/Laugarásvegur/Holtavegur/Glæsibær (14).