Mynd
Sveitarfélag
Engin atkvæði ennþá

Urriðavatn

Urriðavatn og lífríki þess er sannkölluð nátturuperla. Urriðavatn og votlendið umhverfis það er falleg landslagsheild með margslunginn gróður og dýralíf. Hrauntanginn sem gengur út í vatnið gefur umhverfinu afar fallegan og sterkan svip og er skjól fyrir fjölbreytt fuglalíf. Í og við vatnið má meðal annars finna talsvert af urriða, smádýr og háplöntur. Stígurinn í kringum Urriðavatn er auðveld gönguleið og hægt að ganga úr hverfinu í Urriðaholti eða frá bílastæðum við Kauptún. Gönguleiðin umhverfis vatnið er vinsæl gönguleið meðal íbúa Urriðaholts sem og annarra gesta sem eiga leið um. Til ábendingar að þá er öll veiði bönnuð í vatninu. Útivistarfólk er hvatt til að ganga vel um Urriðavatn, svæðið umhverfis það og virða friðhelgi fugla yfir varptímann.

Opna Kort

Nánari Upplýsingar

MEIRAMINNA

Samgöngur

Leið 21-22 Stopp Kauptún, Holtsvegur

Loka