Vestursvæðin
Vestursvæðin er hin eiginlega sveit Seltirninga og er einstök náttúruperla. Fjörurnar eru hentugar til útivistar og eru auðugar af lífi sem vert er að skoða. Fuglalífið er sérlega fjölskrúðugt og við Bakkatjörn má finna fuglaskoðunarhús og hægt er að ganga hringinn í kringum tjörnina. Svæðið er afar vinsælt af hlaupa- og hjólreiðafólki enda eru góðir stígar og má finna tæki til að teygja á eftir æfingarnar. Einnig er þar golfvöllur þar sem kylfingar njóta fegurðarinnar allt í kring í sátt og samlyndi við iðandi fuglalíf. Víðsvegar um svæðið eru bekkir til að tylla sér á og njóta umhverfisins. Á þessu svæði er einnig Urtagarðurinn, sem staðsettur er við Nesstofu, en þar eru til sýnis lækningajurtir sem notaðar voru í fyrri tíð.
Nánari Upplýsingar
Tímabil
Tegund svæðis
Samgöngur
Leið 11 fer út á Seltjarnarnes Stoppa: Lindarbraut/Hofgarðar