Grótta
Grótta er landföst, gróskumikil eyja utan við Vestanvert Seltjarnarnes og einstök náttúruperla. Grótta og náttúran í kringum eyna er fallegt og vinsælt útivistarsvæði hjá Seltirningum og öðrum sem njóta vilja útivistar í nálægð við sjó og auðugt og fjölbreytt fuglalíf. Grótta var friðlýst árið 1974 og felst verndargildi friðlandsins í Gróttu í fjölskrúðugu fuglalífi árið um kring og mikilvægi þess sem varpsvæði á sumrin. Þar ber helst að nefna hundruði kríupara sem verpa í og við eyjuna en kría er ábyrgðartegund og alfriðuð og umferð því óheimil um svæðið á varptímanum 1. maí til 15. júlí. Auk kríunnar finnast einnig í eyjunni margar aðrar fuglategundir svo sem æðarfugl, fýll, sendlingur og tjaldur. Á veturna er Gróttu algengur viðkomustaður stórra hópa fargesta sem dvelja þar til lengri eða skemmri tíma. Þar á meðal eru t.d. rauðbrystingur og sanderla. Mikið er af lífríkum sjávartjörnum og fjörum við Gróttu og á nærliggjandi svæðum, þar á meðal leirur og sjávarfitjar. þegar þangað er farið er mjög mikilvægt að gæta sín því Grótta er í raun eyja sem tengd er við land af mjóum granda og fer á kaf á flóði. Hægt er að fara fótgangandi út í Gróttu á fjöru og dvelja þar í að hámarki 6 klukkustundir, fylgja þarf flóðatöflu þegar farið er til og frá eyjunni.
Nánari Upplýsingar
Tímabil
Aðgengi
Tegund svæðis
Aðstaða / þjónusta
Menning / saga
https://www.seltjarnarnes.is/is/mannlif-nattura/nattura-og-dyralif/grotta
Samgöngur
Leið 11 fer út á Seltjarnarnes Stoppa: Lindarbraut/Hofgarðar Gönguleið að Gróttu: 15 mín.