Mynd
Sveitarfélag
Engin atkvæði ennþá

Kópavogsdalur

Kópavogsdalur er eitt af stoltum Kópavogs. Í dalnum má finna fjöldann allan af göngu- og hjólastígum og finna allir eitthvað við sitt hæfi í dalnum okkar. Vestast í dalnum er andapollur með fjölbreyttu fuglalífi sem dregur að sér fjölda fólks. Þar má einnig finna eitt stærsta íþróttasvæði landsins sem er íþróttasvæði Breiðabliks. Árlega halda Breiðablik stærsta stúlknamót landsins í knattspyrnu í og við Kópavogsdal. Ef farið er austar í dalinn má finna líkamsræktartæki og leiksvæði. Þessi frábæri dalur hefur fjöldann allan af setbekkjum fyrir þá sem vilja staldra við og virða fyrir sér umhverfið og það skemmtilega mannlíf sem er á staðnum. Í dalnum eru einnig skólagarðar fyrir börn á aldrinum 5 til 13 ára þar sem börnum gefst tækifæri til að rækta sitt eigið grænmeti. Margar skemmtilegar hlaupaleiðir í dalnum og má þar nefna hin vinsæla Himnastiga sem liggur frá Kópavogsdal og upp á Digranesheiði

Opna Kort

Nánari Upplýsingar

MEIRAMINNA

Samgöngur

Leið 2-28-24-35-36 Stopp Smárar- Dalvegur- Brekkuhjalli

Loka

Tengdar gönguleiðir

Skemmtilegur hringur í Kópavogsdalnum þar sem farið er upp Himnastigann og að Víghól, á…
Sveitarfélag