Mynd
Sveitarfélag
Meðaltal: 5 (1 atkvæði)

Nauthólsvík

Ylströndin í Nauthólsvík, sem tekin var í notkun árið 2000, hefur sannarlega fest sig í sessi sem paradís í borgarlandinu sem laðar að jafnt innlenda sem erlenda gesti. Voldugir sjóvarnargarðar loka af fallegt lón þar sem kaldur sjór og heitt vatn renna saman í eitt. Inn fyrir garðana hefur verið dælt gullnum skeljasandi og minna þessar aðstæður meira á strendurnar við sægrænt Miðjarðarhafið en vík í nyrstu höfuðborg heims við Norður-Atlantshafið. Markmiðið með þessum framkvæmdum var að gera Nauthólsvík að fjölbreyttu útivistarsvæði þar sem lögð er áhersla á útiveru, sólböð, sjóböð og siglingar líkt og tíðkaðist hér fyrr á árum. Í Nauthólsvík er að finna þjónustumiðstöð með búnings- og sturtuaðstöðu fyrir baðgesti auk veitingasölu og grillaðstöðu. Fyrir framan þjónustumiðstöðina er löng setlaug sem er um 38°C heit. Í flæðarmáli strandarinnar er uppstreymispottur til hitunar á lóninu sem jafnframt er íverustaður. Einnig er að finna eimbað á Ylströndinn.

Opna Kort

Nánari Upplýsingar

MEIRAMINNA

Menning / saga

https://nautholsvik.is/nautholsvik/

Sjósund

https://nautholsvik.is/ylstrondin/

Aðrar upplýsingar

Leið 5 og 8 stoppustöð HR

Samgöngur

Leið 5 og 8 stoppustöð HR

Loka

Tengdar gönguleiðir

Þessi göngu- eða hlaupaleið um Öskjuhlíðina er 6,7 km hringur sem kallast Bakgarðshringurinn…
Sveitarfélag