Mynd
Sveitarfélag
Engin atkvæði ennþá

Vífilsstaðarvatn

Vífilstaðavatn er ákaflega fallegur staður sem liggur undir Vífilstaðahlíð, sunnan við Vífilstaðaspítala. Fjölbreytt flóra og fuglalíf er að finna á svæðinu og er Vífilsstaðavatn og nágrenni friðlýst svæði frá 2007. Góð aðstaða hefur verið byggð upp í kringum vatnið, bekkir eru víða, fræðsluskilti og þakskýli sem er við bílastæðið. Á hverjum degi er mikið líf við vatnið enda er gönguhringurinn í kringum vatnið ákaflega vinsæl hlaupa- og gönguleið. Á vorin fer að sjást til veiðimanna með flugustangir enda er vatnið tilvalið til að æfa fluguköst fyrir komandi sumar en bleikja og stöku urriði veiðist í vatninu. Fjöldi göngustíga er um svæðið sem gaman er að fara um og við Vífilstaði er að finna frisbígolfvöll.

Opna Kort

Nánari Upplýsingar

MEIRAMINNA

Samgöngur

Leið 21 Stopp Vífilsstaðir

Loka

Tengdar gönguleiðir

Skemmtilegur 7 km hringur þar sem komið er víða við í Garðabænum.
Sveitarfélag
Hringur í Heiðmörk þar sem gengið er upp að vörðunni Gunnhildi og meðfram Vífilstaðarhlíðinni…
Sveitarfélag